Námskeiðin hjá G FIT
G FIT Lífsstíll
Aðhaldsnámskeið með 3 fjölbreyttum tímum þar sem áhersla er lögð á þol, styrk og liðleika. Fjölbreyttar æfingar með stöðvaþjálfun, trampolínæfingum, styrktaræfingum fyrir allan líkamann og alltaf eitthvað nýtt sem heldur þér við efnið. Frábær leið til þess að komast í sitt besta form. Hver og einn getur valið sitt styrkleikastig í æfingunum. Öruggar æfingar sem skila árangri. Unnið markvisst að einstaklings miðuðum markmiðum.
Þátttakendur fá persónulega þjónustu og hvatningarpóst frá kennara til að ná enn betri árangri. Ástandsmælingar og næringarráðgjöf. Matseðill án allra öfga.
G FIT Vellíðan
Miðjustyrkur og æfingar fyrir djúplægu vöðvana. Teygjur og æfingar með nuddrúllum. Þú færð góðu Jane Fonda æfingarnar og Barre æfingar með létt lóð til að styrkja efri hluta. Námskeið, 2 x í viku og hentar þeim sem vilja bæta styrkinn um miðjuna og fá meiri líkamsvitund. Djúpvöðvaþjálfun styrkir vöðvana í mjöðmum, neðri hluta baks og kvið og stuðlar að betra jafnvægi og bættri líkamsstöðu. Þú nærð betri einbeitningu í æfingum og finnur hvaða æfingar gegna lykilhlutverki í allri þjálfun til að vinna gegn meiðslum. Þjálfar upp veikleikavöðvana okkar.
Þátttakendur fá persónulega þjónustu og hvatningarpóst frá kennara til að ná enn betri árangri. Tímar sem sjúkraþjálfarar mæla með!
Betri konur
Betri konur er þjálfun fyrir konur á besta aldri. Áhersla á styrktaræfingar með léttum lóðum og þolæfingar með mjúkum hreyfingum. Jafnvægis- og liðleikaæfingar. Farið er hægar í æfingar. Passað upp á rétta líkamsbeitingu og unnið með líkamsvitund. Veikleikavöðvar þjálfaðir vel til að bera sig vel í daglegu lífi.
Þátttakendur fá persónulega þjónustu og hvatningarpóst frá kennara til að ná enn betri árangri. Tímar sem sjúkraþjálfarar mæla með !
G FIT fjarþjálfun
Góður kostur til að geta æft heima með þjálfara. Þú færð aðgang að lokuðum facebook hópum þar sem úrval af tímum eru í boði. G fit lífsstíll er komin með yfir 900 tíma. Ýmist 30 mín eða 60 mín. Þar getur þú tekið þoltíma, styrktartíma, Tabata, Amrap, Emom, HIIT, þol og styrk saman. Fjölbreytnin eru engin takmörk sett. Þú tekur tímann þegar þér hentar. G fit vellíðan eru tímar þar sem áhersla er á djúpvöðvavinnu. Þú færð meiri líkamsvitund og lærir betur virkja vöðvana með eigin mótstöðu. Mismunandi áherslur í hverjum tíma og þú velur þann sem þér þykir bestur. Betri konur eru tímar sem eru undir G fit velliðan, mjúkir tímar með æfingum fyrir styrk og hreyfifærni. Flæðitímar þar sem jafnvægið spilar inní og rétt líkamsstaða til að bera sig betur í daglegu lífi. G fit velliðan tímar eru komnir yfir 700. Til að hafa góða yfirsýn yfir tímana eru þeir settir upp í exel skjal og þar sérðu betur áherslur fyrir hvern og einn tíma. Smellir einfaldlega á hlekkinn sem leiðir þig á réttan stað. Ef þú vilt vita meira þá færðu alltaf ráðleggingar frá þjálfara og sendir á gfit@gfit.is.
Þátttakendur fá persónulega þjónustu og hvatningarpóst frá kennara til að ná enn betri árangri.
Verðskrá:
6 vikna námskeið 2 x í viku námskeið 25.900 kr
6 vikna námskeið 3 x í viku námskeið 28.900 kr
6 vikna námskeið í fjarþjálfun 15.000 kr
Aðgangur fyrir alla á laugardögum
Athugið aukatímar um helgar geta fallið niður með stuttum fyrirvara