G FIT býður upp á almenna heilsurækt sem styður þol, styrk og liðleika. Þú færð fjölbreytta þjálfun þar sem hver og einn fær tækifæri til að vinna á sínum hraða. Markmiðið er að móta heilbrigðan lífsstíl sem þú finnur bæði andlega og líkamlega.
Þú getur valið um tvennskonar námskeið:
G FIT Lífsstíll:
Aðhaldsnámskeið með 3 fjölbreyttum tímum þar sem áhersla er lögð á þol, styrk og liðleika. Fjölbreyttar æfingar með stöðvaþjálfun, trampolínæfingum, styrktaræfingum fyrir allan líkamann og alltaf eitthvað nýtt sem heldur þér við efnið. Frábær leið til þess að komast í sitt besta form. Hver og einn getur valið sitt styrkleikastig í æfingunum. Öruggar æfingar sem skila árangri. Unnið markvisst að einstaklings miðuðum markmiðum.
Þátttakendur fá hvatningarpóst frá kennara til að ná enn betri árangri og persónulegri þjónustu. Ástandsmælingar og næringarráðgjöf. Matseðill án allra öfga.
G FIT Vellíðan:
Miðjustyrkur og æfingar fyrir djúplægu vöðvana. Teygjur og æfingar með nuddrúllum. Námskeið, 2 x í viku og hentar þeim sem vilja bæta styrkinn um miðjuna og fá meiri líkamsvitund. Djúpvöðvaþjálfun styrkir vöðvana í mjöðmum, neðri hluta baks og kvið og stuðlar að betra jafnvægi og bættri líkamsstöðu. Þú nærð betri einbeitningu í æfingum og finnur hvaða æfingar gegna lykilhlutverki í allri þjálfun til að vinna gegn meiðslum. Þjálfar upp veikleikavöðvana okkar.
Þátttakendur fá hvatningarpóst frá kennara til að ná enn betri árangri og persónulegri þjónustu. Tímar sem sjúkraþjálfarar mæla með !
Stjórnandinn
Guðbjörg Finnsdóttir, íþróttakennari hefur áratuga reynslu af heilsurækt. Guðbjörg útskrifaðist frá Íþróttakennaraskólaum að Laugarvatni árið 1989 og hefur kennst samfellt síðan þá. Hún hefur farið á fjölda námskeiða tengda heilsurækt og kennt sjálf fjölda námskeiða bæði leiðbeinendanámskeið fyrir Hreyfingu, heilsurækt og einkaþjálfaranámskeið fyrir Hreyfingu, heilsurækt. Hún kenndi einnig einkaþjálfun í Íþróttafræði HR frá 2006-2012. Samhliða kennslu og rekstri G fit kennir hún leikfimi við Háskóla Íslands sem ánægjulega viðbót.