Heimagert müsli

Sellerí-grænkáls-orkudrykkur
March 22, 2019
Kókos-karrý kjúklingasúpa
February 9, 2020
Show all

HEIMALAGAÐ MÜSLI
Gerir ca 400 g: 
5 dl rúgflögur 
5 dl hafrar (ég nota grófa hafra, tröllahafra) 
100 g möndlur 
2 dl sólblómafræ 
2 dl graskersfræ 
1 dl kókosflögur 
1 dl sesamfræ
1 dl hörfræ (má sleppa) 
1 1/2 dl kókóspálmasykur
(ég nota ca helminginn) 
1-2 tsk kanill
1 tsk Himalayasalt
2 dl vatn 
5 msk kókosolía eða avókadó olía 2-3 dl mjúkar rúsínur og eða trönuber Aðferð: 
Hakkið möndlurnar. Látið möndlurnar í skál með rúgflögum, höfrum, sólblómafræjum, kókosflögum, hörfræjum (bíðið með rúsínurnar). Hrærið og blandið síðan sykri saman við ásamt kanill og salti. 
Hitið ofninn í 180-200 °C. Blandið vatni og olíu og hellið yfir blönduna. Kreistið létt með höndunum svo vætan fari inn í blönduna. Breiðið síðan blöndunni út á létt smurt ofnfat. Setið ofnfatið í miðjan ofninn og ristið í 20-30 mínútur. Passið vel upp á múslíið, og takið fatið út a.m.k. þrisvar sinnum og hrærið í svo múslíið verði jafnt ristað. 
Kælið, og blandið rúsínum og trönuberjum saman við og látið múslíið í þétt ílát.  
Gott út á AB-mjólk, chia grautinn eða hvað sem er.
Tvist: 
Ég minnka sykur um helming. Stundum minnka ég rúsínurnar og bæti við þurrkuðum apríkósum einnig (t.d. 2 dl rúsínur og 1 dl þurrkaðar apríkósur). Hneturnar mismunandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Skráning á námskeið