Kókos-karrý kjúklingasúpa

Heimagert müsli
September 30, 2019
Komast aftur í rútínu eftir frí
August 11, 2020
Show all

Kókos-karrý kjúklingasúpa

1 kjúklingur tilbúinn 

4 msk góð olía

1 rauðlaukur

4 hvítlauksrif

3 skallottulaukar

1 rautt chilli

4 cm ferskur engifer rifinn

500 gr gulrætur

1 rauð paprika

1 sæt kartafla

1 dós kjúklingabaunir

4 msk rautt karrý paste

2 tsk kjúklingakraftur t.d. Oscar

3/4 – 1 litri vatn

2 dósir kókosmjólk

1 tsk cummin

2 tsk karrý

1 tsk paprikuduft

1/2 tsk himalayjasalt

safi úr 1/2 sítrónu

smá pipar 

ferskur kóríander

Olía hituð í potti. Allur laukur maukaður í matvinnsluvél. Laukur látin krauma í 5 mín, þar næst grænmetið .  Gott er að setja smá vatn til að brenni ekki við.  Einnig er gott að gufusjóða gulrætur áður en þær fara í pottinn.  Bætið við vatni og grænmetiskrafti, rautt karrý paste, kókosmjólk og kryddað.  Látið malla í ca 30 mín.  Kjúklingur rifinn út í súpuna og kjúklingabaunir, ég nuddaði húðina af baununum en það er val, latíð malla í ca 5-10 mín.  Sítrónusafa kreist yfir og borið fram með ferskum kóríander

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Skráning á námskeið