Komast aftur í rútínu eftir frí

Kókos-karrý kjúklingasúpa
February 9, 2020
Show all

Það er auðvitað mismunandi í hvernig ástandi við erum þegar við erum að byrja eftir hlé.  En öll erum við komin til að þjálfa okkur og vinnum í samræmi við það.  Mikilvægt að hlusta á líkamann og leyfa honum að aðlagast rólega.  Ég veit að líkaminn okkar þarf alltaf hreyfingu en við þurfum bara að meta hvað hentar okkur best.  Eftir því sem pásan var lengri því lengri er aðlögunin og það er eins og likaminn sé að segja okkur að hann vilji þetta ekki en svo gefur hann eftir og við finnum fljótt fyrir jákvæðum breytingum og líkaminn finnur fljótt þörfina fyrir hreyfingu 🙂

Flest viljum við að árangurinn gerist strax eða helst í gær en það er sama hvaða loforð eru gefin með ákveðnum matarkúr missir þú ákveðið mörg kiló.  Þá er það ekki lausnin okkar.  Rannsóknir sýna að þeir sem fara eftir stífu matarprógrammi og missa 5-10% af líkamsþyngd sinni fá flestir hana aftur til baka innan árs og jafnvel bætast við fleiri aukakíló.

Það er ekki hvetjandi að horfa uppá erfiða vinnu fara í vaskinn og vera á byrjunarreit aftur eftir nokkra mánuði.

Það þarf samt ekkert að örvænta, það eru til árangurríkar leiðir sem hjálpa þér til að ná varanlegum árangri. Góður undurbúningurinn er leiðin að árangri !
Okkur þyrstir að komast í form eftir sumarfrí  en því miður gerist það ekki einn, tveir og þrír.  Við þurfum að undirbúa okkur vel.

Farðu yfir þessi atriði og láttu þau hjálpa þér að komast af stað.

1.    Hugleiddu vel hvaða breyting það verður á líðan þinni að komast í gott form.  Ekki hugsa of mikið um hvað vigtin segir.  Hvaða nýju breytingar þarft þú að gera á lífsstíl þínum ?  Hvað gerir þessi breyting fyrir þig ?  Hvaða tilfinningu færðu þegar þú hugsar um að vera sterk og í góðu formi ?  Hugsaðu vel um þessa nýju sýn og hvað hún gerir mikið fyrir þig.

2.    Settu markmiðin þín niður á blað og hafðu þau raunhæf.  Hafðu þau sýnileg fyrir þér og þínum og minntu þig á hvað þú ætlar þér.

3.    Sama hversu mikinn sannfæringarkraft þú hefur í byrjun þá er alltaf einhver púki fyrir aftan sem segir þér að þér á eftir að mistakast, sérstaklega þegar þér finnst ekki ganga eins vel og í upphafi.  Ekki horfa á stóru myndina í lokin, taktu lítil skref að stóra markmiðinu og leyfðu tímanum að vinna með þér. 

4.    Það eru engar afsakanir til.  Þú getur unnið allar afsakanir.  Ef þú t.d. kemst ekki á æfingu þá þarf ekki mikinn búnað til að gera æfingu heima.  Þú færð einfaldlega góðar æfingar hjá þjálfara þínum sem setur upp prógram fyrir þig.  Netþjálfun bjargar miklu í dag og er alltaf til taks. Æfingin þarf ekki að taka langan tíma, 20-30 mín á dag duga vel til þess að ná árangri.  Matarboð og veislur eru til staðar allan ársins hring og þú hefur alltaf val hvað þú setur mikið ofan í þig ??

5.    Stuðningur er mikils virði.  Ef þú ert í hópi sem hefur sama markmið og þú, færðu góða hvatningu.  Góður æfingafélagi hjálpar líka alltaf mikið en passaðu þig samt á því að vera þinn eigin herra í þessu.  Lestu vel hvatningarpósta og þannig heldur þú sannfæringakrafti þínum.

6.    Taktu til heima hjá þér.  Er eitthvað sem á ekki að vera til í skápunum þínum ?  Nú er að henda óhollustunni út og bæta við hollustunni.  Við vitum flest hvað þarf að gera. Fáðu upplýsingar hjá þjálfara ef þú ert ekki alveg viss.  Með hollustuna í eldhúsinu færðu rétta andrúmsloftið.  Reyndu líka að koma fjölskyldumeðlimunum í lið með þér.

7.    Nú ertu komin vel af stað og þá er að ákveða hvaða plan hentar þér best.  Ertu með matarprógram til að hafa til hliðsjónar ? Er nóg að sleppa sætindum og sykri fyrir þig ? Það dásamlega er að þú velur hvað hentar þér best.  Það er ekki til eitt matarplan sem hentar öllum.  Þegar kemur að því að ná þyngd sinni niður þá passar það sama alls ekki fyrir alla !

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Skráning á námskeið