Uppáhalds grænmetissúpan mín!

Dásamleg chia skúffukaka
October 23, 2017
Show all

Uppáhaldsgrænmetissúpan mín:

1 sæt kartafla
1 poki íslenskar gulrætur
1 rauðlaukar
1 laukar
1 hvítlaukar
1 blaðlaukur 1 rauð paprika
1 kúrbítar
ca 1 lítri af vatni
2 msk Sollukraftur
cayennepipar
cumin
kóríander
2 msk Sollu tómatpúrra
1 krukka Sollu tómatar
1 dós kókosmjólk
1/2 líter tómatsafi
Sweet chilli sauce ca 1-2 msk

Allt grænmetið skorið. Sætar kartöflur og gulrætur mýktar í olíu, lauk bætt við ásamt sjóðandi vatni. Grænmetiskrafti bætt út í ásamt rest af grænmeti og látið malla ca 15 mín. Tómatsafa ásamt Sollu sósum bætt út í, kryddað e smekk. Enn látið malla í ca 15 mín. Kókosmjólk bætt út og hitað ca 5 mín. Stundu bæti ég við kjúkling, sérstaklega um helgar. Steinselja toppar svo súpuna þegar hún er borin fram. Súpan geymist rosalega vel í kæli. Þetta er stór uppskrift en mér finnst mjög gott að eiga nóg af henni 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Skráning á námskeið