Veislufiskur sem sló heldur betur í gegn
1 kg ýsa eða þorkur
500 gr gulrætur
1 rauð paprika
5 íslenskir tómatar
1 hvítlaukur úr netinu
l laukur
2 dósir af kókosmjólk
2 msk gróft sinnep frá Sollu
3 msk tómatpurre
Bezt krydd á fiskinn og grænmetið
cayennepipar
salt
pipar
kóríander
Gulrætur og allt grænmetið léttsteikt í góðri olíu, kryddað með Bezt á fiskinn. Sett í eldfast mót. Fiskur kryddaður með Bezt á fiskinn og léttsteikt í ca 2 mín á hvorri hlið, sett yfir grænmetið. Kókosmjólk sett út á pönnuna, hituð að suðu og tómötum, smátt skornum bætt út í, bragðbætt með sinnepi, tómatpurré, cayennepipar, salt og pipar. Hellt yfir fiskinn í eldfasta mótinu.
Bakað í ofni í ca 20-25 mín við 190°. Ferkt kóríander sett yfir um leið og borið fram.
Borið fram með hýðishrísgrjónum, Romaine salati og tómötum.