Hér kemur uppskrift að góðri chia skúffuköku – eða sælgætisferningum sem hún Valgerður okkar Jónsdóttir kom með. Sagt er að þessi kaka hefur góð áhrif á blóðsykurinn 🙂
Þetta er eitt besta heilsusnakk sem ég hef smakkað 🙂
Ef þú átt ekki allt sem er í uppskriftinni, þá eru tillögur að öðru sem hægt er að nota innan sviga.
½ bolli möndlusmjör eða jarðhnetusmjör
½ bolli hunang
½ bolli sneiddar eða muldar möndlur
½ bolli rúsínur
½ bolli chia fræ
½ bolli kókosflögur (ósættar)
½ bolli graskersfræ
½ bolli þurrkuð trönuber (eða bláber)
½ bolli hafraflögur (eða sólblómafræ)
½ bolli hampfræ (eða sesamfræ)
Örlítið af salti – best ef það er himalayasalt
Aðferð:
Settu hnetusmjörið og hunangið í pott og HITAÐU það þar til það bráðnar saman. Blandaðu vel. Bættu ÖLLUM þurrefnunum saman við og hrærðu vel. Þrýstu blöndunni í botninn á ferköntuðu formi. Notaðu fingurna til að þrýsta blöndunni þétt í formið. Settu formið í ísskápinn í nokkra klukkutíma svo blandan stífni. Skerðu í ferninga og njóttu heilsusamlegs sælgætis.