Þessi er nýr af nálinni og fær þennan fallega rauða lit af rauðrófusafanum. Prótein bættur með Örnu skyri og trefjabættur með krækiberjum. Sættur með mangó og döðlum. Útkoman NAMMM…….
1 lúka spínat
1 lúka grænkál
1/2 bolli mangótengingar
2 cm bútur engifer
2 cm bútur turmerik
1-2 stilkar sellerí
1 dl Örnu óhrært skyr (með brúna lokinu)
2 dl rauðrófusafi
1/2 dl krækiber
1/2 gúrka
2 döðlur, mjúkar
Vatn eftir þörfum
Allt í blandara og þvílík orkubomba