Þessi hafragrautur er algjör snilld, hér færðu góð kolvetni og trefjar úr höfrum og hrein prótein úr egginu. Þetta er einfaldlega besti hafragrauturinn !!
1 dl hafrar
2 dl vatn
1 egg
1 tsk kanill
1/4 tsk salt
1/2 dl bláber
1 epli
Vanilluduft eða vanillu stevia ef vill
Hafrar í pott með vatni að suðu, slærð egginu út í og hrærir stöðugt, þar til það soðnar. Hrærir frosnum bláberjum út í og eplið í bita.