Þorskhnakkar með döðlupestó

Bláberja lummur
March 25, 2018
Túnfisksalat með eplum og trönuberjum
June 14, 2018
Show all

Langbesti fiskur sem ég hef smakkað váá hvað þetta heppnaðist vel
Þorskhnakkar (sem ég tók þátt í að veiða með döðlupestó 

2 sætar kartöflur skornar í teninga og tvær rauðar paprikur
Sett í eldfast mót og kryddað með svörtum pipar og sjávarsalti
Ca 2 msk chilliolia eða önnur góð olía sett yfir og hrist saman í pottinum.
Sett inní 200° heitan ofn í ca 20 mín.

Döðlupestó sem er líka frábært á brauð.
15-20 döðlur, þessar mjúku með steini
1 bolli salthnetur eða blandaðar hnetur
1 krukka grænt pestó (Ítalía pestó notað hér)
1 krukka fetaostur
Mestri olíu af fetaosti hellt af síðan er allt sett í matvinnsluvél og blandað létt saman, frábært pestó á brauð.

1,5 kg af þorskhnökkum kryddað með lime pipar og lagt ofan á sætu kartöflurnar, síðan er pestóinu smurt yfir allt saman. 180° heitan ofn í ca 20-25 mín.

Borið fram með fersku salati og brúnum hrísgrjónum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Skráning á námskeið